Tjón og þjófnaður á farsímum er algengari en þig grunar. Vissir þú að þriðji hver farsími verður fyrir tjóni eða er stolið á fyrsta ári? Farsímatrygging Viss er einföld, ódýr og viðtæk trygging sem bætir þig einmitt fyrir tjónum og þjófnaði á þínu símtæki. Trygginguna er hægt að kaupa hjá flestum söluaðilum símtækja á Íslandi. Söluaðilar farsímatryggingar Viss eru meðal annars Nova, Síminn, Vodafone, Epli, Macland, Tölvutek og Eldhaf. Að sjálfsögðu er tryggingin einnig fáanleg hjá okkur í Ármúla 7 en símtækið má ekki vera eldra en 60 daga gamalt og við biðjum þig að hafa meðferðis kvittun því til staðfestingar. Við tryggjum svo tækið að undangenginni skoðun
Í töflunni hér að neðan má sjá tryggingaflokkana okkar en verð símtækisins ræður því í hvaða flokki það lendir. Enginn munur er á flokkunum fyrir utan verð og sjálfsábyrgð þar sem flokkarnir bæta allir sömu óhöppin
Verð símtækisins ræður því í hvaða flokk það lendir
Tjón er ekki bætt ef búið er að eiga við símann af aðila sem er ekki viðurkenndur þjónustuaðili fyrir þitt símtæki
Tjón er ekki bætt ef þú týnir símanum
Tjón er ekki bætt ef þú skemmir símann vísvitandi