Farsímatryggingar Viss

Ódýr farsímatrygging sem margborgar sig

Tjón og þjófnaður á farsímum er algengari en þig grunar. Vissir þú að þriðji hver farsími verður fyrir tjóni eða er stolið á fyrsta ári? Farsímatrygging Viss er einföld, ódýr og viðtæk trygging sem bætir þig einmitt fyrir tjónum og þjófnaði á þínu símtæki. Trygginguna er hægt að kaupa hjá flestum söluaðilum símtækja á Íslandi. Söluaðilar farsímatryggingar Viss eru meðal annars Nova, Síminn, Vodafone, Epli, Macland, Tölvutek og Eldhaf. Að sjálfsögðu er tryggingin einnig fáanleg hjá okkur í Ármúla 7 en símtækið má ekki vera eldra en 60 daga gamalt og við biðjum þig að hafa meðferðis kvittun því til staðfestingar. Við tryggjum svo tækið að undangenginni skoðun

Verðskrá Viss

Frá aðeins 699 kr. á mánuði

Í töflunni hér að neðan má sjá tryggingaflokkana okkar en verð símtækisins ræður því í hvaða flokki það lendir. Enginn munur er á flokkunum fyrir utan verð og sjálfsábyrgð þar sem flokkarnir bæta allir sömu óhöppin

Á mánuði
Á ári
Sjálfsábyrgð
Silfur
699 kr.
8.388 kr.
10.000 kr.
Gull
1.199 kr.
14.388 kr.
12.500 kr.
Platinum
1.599 kr.
19.188 kr.
15.000 kr.
Demants
1.899 kr.
22.788 kr.
19.500 kr.

Verð símtækisins ræður því í hvaða flokk það lendir

Hvað er bætt?

Farsímatrygging sem bætir nánast allt

 • Brotinn skjár og bak
 • Höggskemmdir
 • Rakaskemdir
 • Þjófnaður

Hvað er ekki bætt?

Viss áhætta

 • Tjón er ekki bætt ef búið er að eiga við símann af aðila sem er ekki viðurkenndur þjónustuaðili fyrir þitt símtæki

 • Tjón er ekki bætt ef þú týnir símanum

 • Tjón er ekki bætt ef þú skemmir símann vísvitandi

Þetta er svona einfalt

Ef þú lendir í tjóni tekur við einfalt og þæginlegt tjónaferli

 1. Tilkynnir tjónið á viss.is
 2. Við metum tjónið og lánum þér símtæki
 3. Við gerum við símann eða skiptum honum út
 4. Þú sækir tækið og greiðir sjálfsábyrgð

Við gerum okkar til að tryggja öryggi þitt

Til að leggja okkar að mörkum við að takmarka mögulega útbreiðslu á COVID-19, tryggja áframhaldandi þjónustu og öryggi allra hefur VISS gripið til eftirfarandi aðgerða

 • Afgreiðsla VISS verður opin á milli 12:00-17:00 alla virka daga
 • Allur búnaður sem við tökum á móti og skilum er þveginn og sótthreinsaður
 • Hurðahúnar og aðrir snertifletir eru reglulega þrifnir yfir daginn
 • Eingöngu er tekið á móti rafrænum greiðslum eða greiðslukortum. Við tökum ekki á móti greiðslum með seðlum og mynt 
 • Starfsmönnum afgreiðslu og verkstæðis hefur verið skipt upp á tvær aðskildar vaktir á meðan aðrir starfsmenn vinna að heima.

Viss mun gera sitt allra besta við að koma tækjum aftur í hendur viðskiptavina eins fljótt og mögulegt er. Starfsmenn verkstæðis vinna t.a.m. á lengri vinnudag til að tryggja óbreytt þjónustustig

Kær Kveðja,

Friðrik Þór Snorrason
Forstjóri VISS