Hvernig slekk ég á Find My iPhone?

Til að hægt sé að taka iPhone eða iPad til meðhöndlunar eða útskipta hjá Viss þarftu að vera viss um að slökkt sé á Find my iPhone/iPad. Það er hægt að gera hvort tveggja á tölvu eða úr símanum ef að hann virkar.

Leiðbeiningar um hvernig á að slökkva á Find my iPhone/iPad úr tölvu:

·       Farðu inn á icloud.com og sláðu inn aðgangs- og lykilorðið þitt

·       Veldu Find iPhone/iPad

·       Farðu í All Devices og veldu það tæki sem að við á ef að fleiri en eitt tæki birtast

·       Veldu Remove from account (ath að til að „Remove from account“ birtist þarf að vera slökkt á símanum eða hann án SIM korts)

·       Mundu eftir að logga þig út úr iCloud

Leiðbeiningar um hvernig á að slökkva má Find my iPhone/iPad úr símanum eða spjaldtölvunni:

·       Farðu í Settings og veldu iCloud

·       Veldu Find My iPhone/iPad

·       Ef að kveikt er á Find My iPhone þá birtist grænn hnappur sem að þú þrýstir á

·       Sláðu inn lykilorðið þitt og veldu Turn off

Ef að þú manst ekki lykilorðið þitt geturðu valið „Forgot apple ID or Password?“, en þá færðu sendan póst þar sem að þú getur endurstillt lykilorðið. Þegar því er lokið fylgdu leiðbeiningunum að ofan.

Við gerum okkar til að tryggja öryggi þitt

Til að leggja okkar að mörkum við að takmarka mögulega útbreiðslu á COVID-19, tryggja áframhaldandi þjónustu og öryggi allra hefur VISS gripið til eftirfarandi aðgerða

  • Afgreiðsla VISS verður opin á milli 12:00-13:00 og 16:00-17:00 alla virka daga
  • Allur búnaður sem við tökum á móti og skilum er þveginn og sótthreinsaður
  • Hurðahúnar og aðrir snertifletir eru reglulega þrifnir yfir daginn
  • Eingöngu er tekið á móti rafrænum greiðslum eða greðislukortum. Við tökum ekki á móti greiðslum með seðlum og mynt 
  • Starfsmönnum afgreiðslu og verkstæðis hefur verið skipt upp á tvær aðskildar vaktir á meðan aðrir starfsmenn vinna að heima.

Viss mun gera sitt allra besta við að koma tækjum aftur í hendur viðskiptavina eins fljótt og mögulegt er. Starfsmenn verkstæðis vinna t.a.m. á lengri vinnudag til að tryggja óbreytt þjónustustig

Kær Kveðja,

Friðrik Þór Snorrason
Forstjóri VISS