Til að hægt sé að taka iPhone eða iPad til meðhöndlunar eða útskipta hjá Viss þarftu að vera viss um að slökkt sé á Find my iPhone/iPad. Það er hægt að gera hvort tveggja á tölvu eða úr símanum ef hann virkar.
Slökkt á FMI gegnum tölvu:
- Farðu inn á icloud.com og sláðu inn aðgangs- og lykilorðið þitt
- Veldu Find iPhone/iPad
- Farðu í All Devices og veldu það tæki sem að við á ef að fleiri en eitt tæki birtast
- Veldu Remove from account (ath að til að „Remove from account“ birtist þarf að vera slökkt á símanum eða hann án SIM korts)
- Mundu eftir að logga þig út úr iCloud
Slökkt á FMI úr símanum eða spjaldtölvunni:
- Farðu í Settings og veldu iCloud
- Veldu Find My iPhone/iPad
- Ef að kveikt er á Find My iPhone þá birtist grænn hnappur sem að þú þrýstir á
- Sláðu inn lykilorðið þitt og veldu Turn off
Ef að þú manst ekki lykilorðið þitt geturðu valið „Forgot Apple ID or Password?“, en þá færðu sendan póst þar sem að þú getur endurstillt lykilorðið. Þegar því er lokið fylgdu leiðbeiningunum að ofan.