Snjalltækjatrygging VISS bætir tjón á snjalltækjum samkvæmt samningi VISS ehf við Sjóvá-Almennar tryggingar hf. VISS er vátryggingartaki og jafnframt umsjónar- og þjónustuaðili vátryggingarinnar samkvæmt umboðssamningi við félagið. Hlutverk VISS er m.a. að hafa umsjón með því að afla þátttakenda í hóp vátryggðra og halda skrá um þátttakendur á hverjum tíma, innheimta iðgjöld, taka við tilkynningum frá þátttakendum og senda til þeirra, svara fyrirspurnum þátttakenda og afgreiða tjón. Um trygginguna gilda þessir skilmálar auk almennra skilmála félagsins nr. 001.
Vátryggður er upprunalegur kaupandi tækis skv. 2. gr. sem við kaupin gengur inn í hóptryggingasamning þennan milli VISS og Sjóvá- Almennra trygginga hf. gegn greiðslu iðgjalds. Við endursölu tækisins getur nýr eigandi gengið inn í vátryggingarsamninginn með samþykki VISS.
Snjalltæki er farsími, spjaldtölva eða snjallúr.
Vátryggingin gidlir hvar sem er í heiminum.
Vátryggingin tekur til tækis þess sem tiltekið er á vörureikningi seljanda og vátryggingarskírteini, sem VISS eða söluaðili tækis afhendir til staðfestingar á vátryggingarvernd.
Vátryggingin greiðir bætur vegna tjóns sem stafar af:
a. Skyndilegum og óvæntum, utanaðkomandi atvikum sem gerast án vilja vátryggðs.
b. Innbroti enda séu greinileg ummerki um innbrot á geymslustað tækis og lögreglu í viðkomandi landi tilkynnt um innbrotið innan 7 daga frá atburði.
c. Ráni tækisins með beitingu, eða hótun um beitingu ofbeldis enda sé lögreglu í viðkomandi landi tilkynnt ránið innan 7 daga frá atburði.
d. Þjófnaði þegar tækið er innanklæða, í vasa eða í handtösku enda sé lögreglu í viðkomandi landi tilkynnt um þjófnaðinn innan 7 daga frá atburði.
Vátryggingin bætir ekki tjón eða bilanir:
a. Sem kauparéttarleg krafa tekur til svo sem ábyrgð eða önnur skuldbinding framleiðanda, heildsala, smásala, viðgerðarmanns eða annars aðila og fylgir tækinu við kaupin eða fylgir samkvæmt lögum, reglugerð eða ábyrgðaryfirlýsingum.
b. Sem stafa af eðlilegu sliti, galla, rangri samsetningu, ónógu eða röngu viðhaldi, form eða litabreytingum.
c. Sem eingöngu hafa áhrif á útlit tækisins en ekki notagildi þess s.s. rispur.
d. Á aukabúnaði tækis s.s. hleðslutæki, heyrnartól, handfrjálsan búnað, hulstur, ólum snjallúra og þess háttar.
e. Sem verður er vátryggður gleymir hlut, týnir hlut eða skilur eftir á almannafæri.
f. Sem verður ef tækið hefur verið gert upptækt eða haldlagt af stjórnvöldum eða lögreglu.
Vátrygging þessi bætir ekki neins konar óbein eða afleidd tjón svo sem afnotamissi, afhendingardrátt vöru eða glötunar á rafrænum gögnum.
Eyðileggist tækið í bótaskyldum atburði afhendir VISS annað sambærilegt tæki til hins vátryggða. Sé um farsíma að ræða sér þjónustuaðili um viðgerð á honum á verkstæði sínu nema að hann sé ónýtur eða ekki svarar kostnaði að gera við hann. VISS áskilur sér einhliða rétt til að ákvarða viðgerð eða afhendingu annars tækis. Í þeim tilfellum þegar nýtt tæki er afhent eignast VISS tækið sem skemmdist. Ef bótaskylt innbrot, þjófnaður eða rán á sér stað sbr. afhendir VISS annað sambærilegt tæki til hins vátryggða. Í slíku tilfelli verður hið stolna tæki eign VISS. Með sambærilegu tæki er átt við tæki sömu gerðar sem getur verið uppgert (refurbished) en ekki nýtt. Snjallúr eru afhent án ólar. Ábyrgð söluaðila á uppgerðum tækjum jafngildir þeim tíma sem eftir var af ábyrgðartíma þess tækis sem bætt var. Ef um bótaskylt tjón er að ræða og gert verður við tækið mun VISS lána hinum vátryggða tæki til afnota á meðan viðgerð fer fram. Þetta tæki getur verið einfaldara að gerð heldur en hið vátryggða tæki. Bætur fyrir skemmd eða horfin tæki greiðast aldrei með peningum.
Ef vátryggður á jafnframt rétt á bótum úr annarri vátryggingu vegna sama tjónsatburðar skal tjónsfjárhæð skipt á milli þeirra í hlutfalli við vátryggingarfjárhæð, nema í þeim tilvikum sem slíkt hefur bein áhrif á á vátryggingakjör vátryggðs hjá tryggingafélagi hans.
Eigin áhætta sem fram kemur á vátryggingarskíreini eða vörureikningi seljanda skal greidd til VISS áður en tæki er afhent eftir viðgerð eða tæki er bætt með öðru sambærilegu tæki.
Vátryggðum ber að sýna eðlilega aðgát við vörslu hins vátryggða hlutar. Vátryggðum ber að læsa tryggilega hýbýlum, bifreiðum, bátum, loftförum og öðrum sambærilegum geymslustöðum þegar þessir staðir eru mannlausir og/eða án eftirlits og sjá til þess á allan hátt að óviðkomandi eigi ekki greiðan aðgang að hinu vátryggða. Við notkun og meðferð tækisins skal vátryggður í hvívetna fara eftir þeim leiðbeiningum sem fylgja tækinu frá söluaðila eða framleiðanda.
Verði utanaðkomandi tjón á tækinu skal afhenda tækið á samstarfsaðila sem VISS tilgreinir inn á www.viss.is, ásamt því að fylla út tjónstilkynningu. Bótaskylda er metin af þjónustuaðila við skoðun tækisins og framvísun tjónstilkynningar.
Ef tjónskrafa er gerð á grundvelli innbrots, þjófnaðar eða ráns skal fylla út tjónstilkynningu og senda til VISS ásamt afriti af viðeigandi lögregluskýrslu.
Vátryggingarvernd þátttakanda tekur gildi við greiðslu hans á iðgjaldi fyrra vátryggingatímabilsins eða móttöku staðlaðs greiðslusamnings um iðgjald.
a. Vátryggingin tekur til tjóna sem verða á hinu vátryggða tæki innan þess vátryggingartímabils sem tiltekið er í vátryggingarskírteini. Vátryggingarvernd hvers þátttakanda gildir sem hér segir:
b. Verði hið vátryggða fyrir altjóni og VISS afhendir annað tæki sambærilegt hinu fyrra fellur vátryggingin niður án endurgreiðslu iðgjalds. Skal vátryggðum þá gefinn kostur á að kaupa nýja vátryggingu fyrir hið nýja tæki. Hafi iðgjald ekki verið greitt að fullu við kaup tryggingar skulu eftirstöðvar greiddar að fullu þegar að altjón er bætt.
c. Leiði ítrekuð tjón til þess að uppsafnaður viðgerðakostnaður nemi andvirði nýs sambærilegs tækis fellur vátryggingin niður án endurgreiðslu þegar þeirri heildartjónsfjárhæð er náð.
VISS sendir vátryggðum þátttakendum greiðsluseðil við endurnýjun eða færir nýtt ársiðgjald á staðlaðan greiðslusamning ef hann hefur verið gerður. Greiðslufrestur greiðsluseðils við endurnýjun er einn mánuður hið skemmsta frá því VISS sendi tilkynningu um greiðslu á það heimilisfang eða tölvupóstfang sem þátttakandi tiltekur við töku tryggingarinnar. Sé iðgjald á greiðslusamning þá er greiðslufrestur hverrar afborgunar einn mánuður hið skemmsta frá því VISS sendir kröfu á greiðslusamninginn. Sé iðgjald ógreitt þegar greiðslufresti lýkur getur VISS sent nýja tilkynningu þar sem greiðslu er krafist innan 14 daga. Sé iðgjald ekki greitt innan 14 daga frá dagsetningu þeirrar tilkynningar fellur vátryggingin þegar niður sbr. 33. gr. laga nr. 30/2004.