Spurt & Svarað

Af hverju á ég að kaupa farsímatryggingu?

Vegna þess að trygging Viss er með lágri sjálfsábyrgð og víðtækum skilmálum. Þeir sem eru tryggðir hjá Viss fá lánaðan síma á meðan leyst er úr tjónamálum. Kannanir hafa leitt í ljós að um þriðji hver farsími verður fyrir einhvers konar tjóni. Reynslan sýnir að hægt er að gera við tæplega helming síma og rúmlega helmingur síma er ónýtur. 

Þarf ég farsímatryggingu ef að ég er með heimilistryggingu?

Það má ætla að það kosti á bilinu 20 til 50 þúsund krónur að gera við brotinn skjá. Í flestum heimlistryggingum er sjálfsábyrgð vegna tjóns kr. 23 til 32 þúsund. Auk þess gera heimilistryggingar oft ráð fyrir því að farsíminn afskrifist að fullu á 18-24 mánuðum.  Heimilistryggingin bætir því ekki eða einungis lítinn hluta tjóna af þessu tagi. Sjálfsábyrgð hjá Viss vegna allra tjóna er hins vegar á bilinu 10.000 til 19.500 og skilmálar farsímatrygginga Viss gera ekki ráð fyrir því að síminn sé afskrifaður á samningstímanum.  

Þarf ég farsímatryggingu ef að símanum mínum er stolið og ég er með heimilistryggingu?

Ef að það eru greinileg ummerki um innbrot heima hjá þér eða í bílnum þá færðu símann bættan úr heimilistryggingunni. Ef ekki þá getur tryggingafélagið hafnað bótaskyldu. Ef að altjón á dýrari símum er bætt í heimilistryggingu þá getur tjónleysisafslátturinn þinn á næsta iðgjaldsári lækkað (iðgjald næsta árs hækkað) eða möguleg árleg endurgreiðsla frá tryggingafélaginu lækkað. Hjá Viss skilarðu lögregluskýrslu og tjónið er bætt í flestum tilvikum. Sjálfsábyrgð er á bilinu 10.000 til 19.500. Iðgjadið þarf að vera í skilum og ársiðgjaldið greitt að fullu.

Ef síminn skemmist hvert fer ég með hann?

Þú fyllir út tjónaskýrslu á vef Viss, www.viss.is. Bíður eftir svari og kemur svo með símann á verkstæði okkar að Ármúla 7. Við skoðum símann og ef að tjónið er bætt þá látum þig hafa síma á meðan viðgerð fer fram eða skiptum út gamla símanum þínum fyrir annan ef að hann er ónýtur. Ef þú átt ekki heimangengt þá sendirðu símann til okkar á eigin kostnað og ábyrgð og allt sem lýst er að ofan fer fram með aðstoð Póstsins.

Ef síminn skemmist, er hann áfram tryggður?

Ef að hægt er að gera við símann, sem er tryggður hjá okkur, þá er hann áfram tryggður út vátryggingatímabilið. Undantekningin er að hann hafi skemmst áður og uppsafnaður viðgerðarkostnaður nemur kostnaði við nýjan síma. Þá er tryggingin fullnýtt. Sama gildir ef að síminn er ónýtur og við þurfum að bæta hann með öðrum síma þá ertu búinn að fullnýta trygginguna sem að þú keyptir.

Hvað tekur langan tíma að gera við símann?

Örvæntu ekki því að við lánum þér síma á meðan viðgerð fer fram þannig að þú munt áfram vera í góðu sambandi við vini, vinnu, netið og tölvupóst.

Fæ ég lánaðan síma á meðan viðgerð fer fram?

Já á meðan viðgerð fer fram vegna tryggingatjóns þá lánum við þér síma með sama stýrikerfi og tjónaði síminn þannig að þú munt áfram vera í góðu sambandi við vini, vinnu, netið og tölvupóst.

Hvað gildir tryggingin sem ég keypti í langan tíma?

Vátryggingatímabilið er 24 mánuðir. Vátryggingin er uppsegjanleg eftir 12 mánuði með mánaðar fyrirvara. Uppsögn þarf að senda á [email protected] Tryggingin gildir á meðan þú ert í skilum.

Dettur síminn minn úr ábyrgð ef að ég læt gera við hann?

Ef gert er við símann hjá Viss eða öðrum viðurkenndum aðilum fellur síminn ekki úr ábyrgð, hins vegar ef gert er við hann af þriðja aðila (verkstæði sem eru ekki viðurkennd verkstæði) fellur hann úr svokallaðari framleiðendaábyrgð.

Sný ég mér í einhverju tilvikum til símafélaganna út af tjóni?

Viss sér í öllum tilvikum um tjón af völdum höggs, raka eða þjófnaðar. Ef um bilun er að ræða sem rekja má til framleiðslugalla þá leitarðu til söluaðila símans. Ef þú ert ekki viss þá kíkirðu bara til okkar í Ármúla 7.

Ef að ég lendi í tjóni hvað geri ég?

Ferð á viss.is og tilkynnir tjónið. Síðan kemur þú til okkar með símann eða sendir hann til okkar. Við gerum við, þú borgar sjálfsábyrgðina og ógreidd iðgjöld ef einhver eru. Ath. að ef að ekki er hægt að gera við símann og skipta þarf honum út fyrir nýjan þá er tryggingin fullnýtt. Þá þarf að borga upp iðgjald ársins og greiða sjálfsábyrgðina áður en nýr sími fæst afhentur. Ef að símanum er stolið þá þarftu að fylla út lögregluskýrslu innan viku frá þjófnaði og koma til okkar. Það er hægt að tilkynna þjófnaðartjón á www.viss.is og senda lögregluskýrslu með sem viðhengi.