Viðurkennt þjónustuverkstæði fyrir apple vörur

Við viljum benda viðskiptavinum á að vegna Covid-19 geta orðið tafir á sendingum frá okkar birgjum. Við vonum að viðskiptavinir sýni því skilning

Er Apple tölvan þín orðin hæg eða þarfnast viðgerðar? Átt þú iPhone, iPad eða Apple Watch með brotnum skjá? Viss er viðurkendur þjónustuaðili fyrir Apple á Íslandi sem gerir okkur kleift að gera við langflestar Apple vörur í þeirra nafni. Þegar þú kemur með þína Apple vöru til okkar helst hún í ábyrgð ólíkt því sem gerist ef gert er við vöruna hjá aðilum sem ekki eru viðurkenndir af Apple. Starfsmenn okkar búa yfir mikilli þekkingu og reynslu af viðgerðum á Apple vörum sem tryggir örugga viðgerð og faglegt viðmót.

  • iPhone
  • Apple tölvur
  • iPad
  • Aðrar apple vörur

Verkstæðismóttaka fyrir aðrar tegundir snjallsíma og spjaldtölva

Þó svo að Viss sé viðurkendur þjónustuaðili fyrir Apple störfum við einnig með viðurkenndum þjónustuaðilum annar vörumekja. Viss starfar náið með þjónstuaðilum eftirfarandi vörumerkja, Samsung, LG, Sony, Huawei, Nokia og OnePlus. Við leggjum áherslu á góða og persónulega þjónustu á hagstæðu verði.

Vertu í bandi

Átt þú tæki sem þarfnast viðgerðar? Endilega sendu okkur línu og við svörum um hæl

Við gerum okkar til að tryggja öryggi þitt

Til að leggja okkar að mörkum við að takmarka mögulega útbreiðslu á COVID-19, tryggja áframhaldandi þjónustu og öryggi allra hefur VISS gripið til eftirfarandi aðgerða

  • Afgreiðsla VISS verður opin á milli 12:00-17:00 alla virka daga
  • Allur búnaður sem við tökum á móti og skilum er þveginn og sótthreinsaður
  • Hurðahúnar og aðrir snertifletir eru reglulega þrifnir yfir daginn
  • Eingöngu er tekið á móti rafrænum greiðslum eða greiðslukortum. Við tökum ekki á móti greiðslum með seðlum og mynt 
  • Starfsmönnum afgreiðslu og verkstæðis hefur verið skipt upp á tvær aðskildar vaktir á meðan aðrir starfsmenn vinna að heima.

Viss mun gera sitt allra besta við að koma tækjum aftur í hendur viðskiptavina eins fljótt og mögulegt er. Starfsmenn verkstæðis vinna t.a.m. á lengri vinnudag til að tryggja óbreytt þjónustustig

Kær Kveðja,

Friðrik Þór Snorrason
Forstjóri VISS