Viðurkennt þjónustuverkstæði fyrir Apple vörur

Er Apple tölvan þín orðin hæg eða þarfnast viðgerðar? Átt þú iPhone, iPad eða Apple Watch með brotnum skjá? Viss er viðurkendur þjónustuaðili fyrir Apple á Íslandi sem gerir okkur kleift að gera við langflestar Apple vörur í þeirra nafni. Þegar þú kemur með þína Apple vöru til okkar helst hún í ábyrgð ólíkt því sem gerist ef gert er við vöruna hjá aðilum sem ekki eru viðurkenndir af Apple. Starfsmenn okkar búa yfir mikilli þekkingu og reynslu af viðgerðum á Apple vörum sem tryggir örugga viðgerð og faglegt viðmót.

  • iPhone
  • Apple tölvur
  • iPad
  • Aðrar apple vörur

Uppfærslupakkar á frábæru verði!

Þó að tölvan þín sé orðin gömul og hægari en áður þýðir það ekki að hún sé búin að vera. Með tilkomu NVME drifa og stuðning við þau í macOS stýrikerfinu opnast ný leið til þess að uppfæra eldri vélar.

Með því að uppfæra drifið úr SSD eða hörðum disk í NVME Flash drif færð þú allt að fimmfaldan les og skrifhraða og öll almenn vinnsla í vélinni verður mun hraðari. Verð og frekar upplýsingar um uppfærslupakkana má finna hér að neðan.

Verkstæðismóttaka fyrir aðrar tegundir snjallsíma og spjaldtölva

Þó svo að Viss sé viðurkendur þjónustuaðili fyrir Apple störfum við einnig með viðurkenndum þjónustuaðilum annar vörumekja. Viss starfar náið með þjónstuaðilum eftirfarandi vörumerkja, Samsung, LG, Sony, Nokia og OnePlus. Við leggjum áherslu á góða og persónulega þjónustu á hagstæðu verði.

Vertu í bandi

Átt þú tæki sem þarfnast viðgerðar? Endilega sendu okkur línu og við svörum um hæl