Um Viss

Viss býður tryggingar fyrir farsíma með lágri sjálfsábyrgð og víðtækri tryggingavernd.

Sjóvá er samstarfsaðili Viss og er vátryggjandinn. Viss sér hins vegar um tjónauppgjör, viðgerðarþjónustu og innheimtu iðgjalda.

Viss er einnig viðurkenndur þjónustuaðili Apple á Íslandi sem gerir okkur kleift að þjónusta flestar Apple vörur í þeirra nafni.

Viss rekur einnig verkstæði fyrir farsíma og spjaldtölvur og veitir þannig íslenskum tryggingafélögum, viðskiptavinum þeirra og öðrum farsímanotendum viðgerðarþjónustu og aðstoð við útskipti á skemmdum farsímum.