Um Viss

Viss býður tryggingar fyrir farsíma með lágri sjálfsábyrgð og víðtækri tryggingavernd.

Sjóvá er samstarfsaðili Viss og er vátryggjandinn. Viss sér hins vegar um tjónauppgjör, viðgerðarþjónustu og innheimtu iðgjalda.

Viss er einnig viðurkenndur þjónustuaðili Apple á Íslandi sem gerir okkur kleift að þjónusta flestar Apple vörur í þeirra nafni.

Viss rekur einnig verkstæði fyrir farsíma og spjaldtölvur og veitir þannig íslenskum tryggingafélögum, viðskiptavinum þeirra og öðrum farsímanotendum viðgerðarþjónustu og aðstoð við útskipti á skemmdum farsímum.

Við gerum okkar til að tryggja öryggi þitt

Til að leggja okkar að mörkum við að takmarka mögulega útbreiðslu á COVID-19, tryggja áframhaldandi þjónustu og öryggi allra hefur VISS gripið til eftirfarandi aðgerða

  • Afgreiðsla VISS verður opin á milli 12:00-13:00 og 16:00-17:00 alla virka daga
  • Allur búnaður sem við tökum á móti og skilum er þveginn og sótthreinsaður
  • Hurðahúnar og aðrir snertifletir eru reglulega þrifnir yfir daginn
  • Eingöngu er tekið á móti rafrænum greiðslum eða greðislukortum. Við tökum ekki á móti greiðslum með seðlum og mynt 
  • Starfsmönnum afgreiðslu og verkstæðis hefur verið skipt upp á tvær aðskildar vaktir á meðan aðrir starfsmenn vinna að heima.

Viss mun gera sitt allra besta við að koma tækjum aftur í hendur viðskiptavina eins fljótt og mögulegt er. Starfsmenn verkstæðis vinna t.a.m. á lengri vinnudag til að tryggja óbreytt þjónustustig

Kær Kveðja,

Friðrik Þór Snorrason
Forstjóri VISS